Vefrit Úlfljóts er vettvangur fyrir lögfræðitengda umræðu á netinu. Á síðunni verða birtar stuttar greinar á u.þ.b. fjögurra vikna fresti. Greinar skulu vera 1.500-3.500 orð. Ritstjóri Úlfljóts velur greinar til birtingar í samráði við fræðilega ritstjórn vefritsins, sem samanstendur af þremur ritrýnendum ásamt fræðilegum ritstjóra. Ritstjóri áskilur sér rétt til að hafna grein, standist hún ekki ritrýni.
Vefrit Úlfljóts var stofnað í tilefni 70 ára afmælis Úlfljóts árið 2017. Því er ætlað að stuðla að aukinni þátttöku lagadeildar Háskóla Íslands í opinberri umræðu og að styrkja stöðu deildarinnar sem virks þátttakanda í lýðræðislegu samfélagi. Vefritið skapar auðvelt aðgengi almennings og fjölmiðla að skýrri og hnitmiðaðri umfjöllun um lögfræði. Það opnar að auki leið fyrir lögfræðinga, sem ekki hafa tíma til rannsóknarstarfa og skrifa á löngum fræðigreinum, til að koma fræðilegu áliti, greiningu eða hugmyndum sínum á framfæri.
Í vefritinu mætti t.a.m. birta fræðilega umfjöllun um lögfræði, gagnrýni á nýfallna dóma eða frumvörp og athugasemdir um framkvæmd laga.
Greinar skulu berast með tölvupósti á ulfljotur@ulfljotur.is.